Metcon Group Training

Þjálfarinn

Ég hef menntunina, reynsluna, persónuleikann og ástríðuna sem þarf til að motivera þig á æfingum. Það eina sem ég þarf frá þér er að þú mætir.

Birkir vagn

Birkir Vagn er íþróttafræðingur að mennt og hefur unnið við þjálfun
frá árinu 2009. Hann hefur mikla reynslu úr ýmsum áttum og spilaði
knattspyrnu í mörg ár áður en hann hóf að starfa að fullu sem þjálfari.
Birkir hefur sérstaklega gaman að því að láta æfingar vera skemmtilegar og
nýtir hann fjölbreyttar leiðir til þess þar sem markmiðið er ávallt
að ná því allra besta fram hjá fólki sem hann þjálfar og vinnur með.
Birkir Vagn byrjaði með MGT á Íslandi og hefur byggt hugmyndafræði
æfingaformsins alveg frá eigin höfði.